23.6.2006 | 15:03
Fótboltajúkfertur
Alveg hvað ég er ekki að meika þetta djöfulsins fótboltamót. Það er ekki nóg með það að bærinn er yfirfullur af hundleiðinlegu fólki heldur er þetta skítapakk að mynda umferðarteppur á ótrúlegustu stöðum. Þar að auki eru þessar fótboltamömmur svo yfirfullar af reykvískri frekju að það hálfa væri nóg.
Tökum sem dæmi: Ég var bara í mestu makindum á leiðinni upp á Jaðarsbakka að pumpa járni þegar það stekkur ein KR-júgfertan út á götu og bara með hendina á móti og gargar STOOOOOPP!!! og ætlaðist hún til að ég færi bara að stoppa fyrir einhverju utanbæjarpakki svo að einhverjir krakkagríslingar gætu valhoppað yfir götuna. Ég hélt nú að þeir gætu beðið svo ég brunaði bara framhjá kellingarbeyglunni, enda var ég eflaust í mikið mikilvægari erindagjörðum. Heyrðu svo þegar upp á jaðarsbakka er komið þá er bara allt kjaftfullt af litlum organdi og gargandi smákrökkum sem voru á leiðinni í sund. Ég var bara heppinn að komast inn í klefa án þess að missa mig og kasta einum eða tveimur af þessum guttum eitthvert út í hafsauga. Svo loksins þegar ég var búinn að flexa bísana nógu lengi þá ætla ég bara að fara í kósí sturtu niðri í klefa. Mér varð svo sannarlega ekki kápan úr því klæðinu því krakkaskripin voru búin að hertaka allar sturtur og það var röð langt fram á gang. Svo ég þurfti að fara heim í sturtu.
En þar sem að það er svona kickass veður og ég á leiðinni á mína síðustu kvöldvakt í bili þá get ég eiginlega ekki verið pirraður mikið lengur. En þessar fótboltafrussipussur ættu að passa sig ef þær verða á vegi mínum, þær eiga ekki von á góðu.
np; Smokin' Sukaz With Logic - Mutha Made'em
p.s. Ég sá Gunnar Helgason upp á Jaðarsbökkum... hann var með hanakamb...
Athugasemdir
Sammála þér, það tekur mann svona 5min að keyra heim frá Jaðarsbökkum núna, sem venjulega tekur 1min og 30sek. !
Högni Haraldsson, 23.6.2006 kl. 21:12
hahahhaha kári ég hló svona 10 sinnum við að lesa þetta :)
Bíddu bara þangað til írskir dagar koma múhaha ;D
Ólafur N. Sigurðsson, 25.6.2006 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.