28.5.2006 | 23:08
holla hó
Úff þetta var nú engin smá helgi.. ef við tökum aðfaranótt fimmtudags sem hluta af helginni.
Var bara sóttur í vinnuna upp á tanga eftir kvöldvakt á mið. og brunað svo í bæinn þar sem förinni var heitið á Luke Slater, meira að segja Árna massa fannst gaman að dansa við teknóið þar ;)
Á fös. var svo upphitun fyrir laugardaginn sem fólst aðallega í því að drekka bjór á mörkinni og vera fullur...
Laugardagurinn var svo stóri dagurinn, þá var komið að árgangsmótinu langþráða. Verð bara að segja að þetta var töluvertmiklumeira skemmtilegra en ég bjóst við, nánast allir alveg á perunni og ég og Ragga Rún gjörsamlega áttum dansgólfið. Þakka bara öllum fyrir sem þar voru.
Síðasta rútan fór upp á skaga um 3 leitið en við Kári ofvirki vorum ekkert á því að fara heim svo við plötuðum Stínu Stuð til að skutla okkur í bæinn, Viddi sníkti svo far með líka. Þessi bæjarferð var alveg mögnuð, þó stutt hafi verið, þar sem það skeði ýmislegt sem ég sé mér ekki fært um að festa á letur...
Eníhú, góðar stundir.
P.S. það var ekki til pizzasósa á Subway...
Athugasemdir
Ef þið hefðuð spurt einu sinni enn að þessu, þá hefði gellan á subway ábyggilega ælt á ykkur.
Og ef þú kallar mig Stínu stuð aftur þá mun ég æla á þig. Mélla!
Kristín S. Karlsdóttir, 29.5.2006 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.